Óskilamunir

Mikið er af óskilamunum í skólanum.
Íþróttapokar, úlpur, peysur, húfur og vettlingar og fl.
Búið er að koma öllum óskilamunum fyrir á sal skólans og viljum við hvetja ykkur foreldra/forráðamenn til að koma í skólann og vitja þeirra.

Samkvæmt nýju reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi 10. maí s.l. mega foreldrar og aðstandendur koma inn í skólabyggingar en skulu gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðamörk.