Fréttir

Norræna skólahlaupið - 16. október

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði hlupu í norræna skólahlaupinu miðvikudaginn, 16. október. Veðrið lék við okkur og allir höfðu bæði gott og gaman af hressandi útivist í góðra vina hópi.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Nemendur Grunnskólans í Sandgerði munu hlaupa í norræna skólahlaupinu miðvikudaginn, 16. október. Allir nemendur eru hvattir til að koma í góðum skóm og klæðnaði, til útivistar, eftir veðri. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnaskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Markmið  -með norræna skólahlaupinu er leitast við: Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan Með norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur.
Lesa meira

Forvarnadagurinn - Taktu þátt!

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Grunnskólinn í Sandgerði tekur að sjálfsögðu þátt í deginum og eru það nemendur í 9.
Lesa meira

Lestrarátak 9. - 29. október

Nemendur í Grunnskólanum í Sandgerði munu taka þátt í lestrarátaki í október. Þemað að þessu sinni er sjóræningjar. Markmiðið er að nemendur lesi sér enn meira til gagns og gamans en vant er og bæti þannig lestur sinn, lesskilning og læsi enn frekar á tímabilinu.
Lesa meira

Nóg að gera hjá 2. SFÞ

Nemendur í 2. SFÞ eru alltaf að vinna að skemmtilegum, skapandi og fræðandi verkefnum. Eitt af því sem þeir hafa verið að vinna með í náttúrufræði er hrafninn í tengslum við Komdu og skoðaðu Land og þjóð og Komdu og skoðaðu Umhverfið.  Hér meðfylgjandi eru myndir af glæsilegum uppstoppuðum hröfnum nemenda ásamt myndum af ljóðaverkefnum úr sögubók nemenda.
Lesa meira

Samskiptadagur

Nemendur mættu ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum til fundar við umsjónarkennara, mánudaginn 7. október. Til umræður voru markmið vetrarins, ástundun, samskipti, skipulag næstu vikna, námsefni, árangur m.a.
Lesa meira

Snillingur í 3. bekk.

Þessi ungi piltur er efnilegur stærðfræði snillingur. Hann hefur fengið tvisar sinnum í röð 10 á kaflaprófi í Sprota 3A. Við í 3.
Lesa meira

Myndlist – Val

Við í Grunnskólanum í Sandgerði erum svo heppin að geta boðið upp á fjölbreytt valnámskeiða fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Í myndlista valinu eru átta nemendur og því fá nemendur persónulegri þjónustu og aðstoð en tíðkast í stærri hópum.
Lesa meira

Ella umferðatröll

Nemendur í 1. og 2. bekk skólans fengu skemmtilega heimsókn í dag. Ella umferðartröll kom í heimsókn ásamt Benna vini sínum og fleiri góðum persónum.
Lesa meira

Tveir snillingar í Gullið

Í september varð  4. flokkur Keflavíkur íslandsmeistari í fótbolta og eru tveir af liðsmönnum þeirra Ársæll Kristinn og Júlíus Davíð í 9.
Lesa meira