Skólasetning

09:00 Nemendur 1. – 5. bekkjar mæta í heimastofur og er val foreldra að fylgja nemendum en skulu þeir gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur.

  • Að lokinni setningu tekur við hefðbundinn skóladagur
  • Skólasel er opið til kl. 16:00

10:00 Nemendur 6. – 10. bekkjar mæta í heimastofur og er val foreldra að fylgja nemendum en skulu þeir gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur.

  • Að lokinni setningu tekur við hefðbundinn skóladagur

Hlökkum til að sjá ykkur!

Við munum áfram gæta vel að öllum sóttvörnum í skólanum og hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við minnum foreldra á að senda ekki börn með einkenni í skólann, betra er að gæta allrar varúðar, halda þeim heima og fara í sýnatöku. Við erum í þessu saman.