Dagur jákvæðra samskipta

Dagur jákvæðra samskipta er ávallt haldinn 8. nóvember ár hvert. Þá hittast vinabekkir
og vinna verkefni í tengslum við vináttu og að koma vel fram við hvert annað.
Nemendur fá fræðslu um skaðsemi eineltis og mikilvægi þess að styðja við náungann.
Afrakstur nemenda er til sýnis á göngum skólans.