Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn 2021

Nemendaráð Sandgerðisskóla ætlar að vera með söfnum föstudaginn 15. október þar sem þau ætla að selja bleika snúðaSnúðurinn mun kosta lágmark 300kr. og mun allur ágóði af söfnunni renna til styrktarsamtaka barna með krabbamein.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.