Árshátíð 1.- 6. bekkjar

Er haldin að vori þar sem nemendur sýna leikrit, syngja og spila á hljóðfæri. Hún er tvískipt, þ.e. elsta deild leikskólans og 1.- 6. bekkur er saman að deginum til og viku seinna er árshátíð 7.-10. bekk að kvöldi. Annað hvert ár setur yngra stigið á svið stórt leikrit en hitt árið er árshátíðin tengd þemadögum. Á árshátíð eldri eru nemendur með skemmtiatriði og endar hún á balli sem haldið er í samvinnu við félagsmiðstöðina Skýjaborg.