Árshátíð 1. - 6. bekkjar

Vegna núgildandi reglugerðar um takmörkun á samkomum verður árshátíð yngra stigs stafræn þetta skólaárið og verður hún sýnd  út í í beinni frá sal skólans, miðvikudaginn 17. mars kl. 10:10

Þið fáið sendan til ykkar link á beina útsendingu fyrir kl. 10:00 á miðvikudaginn.

Nemendur eru búnir að vera duglegir að æfa síðastliðnar vikur lög eftir Bubba Morthens og hefur Tónlistarskólinn tekið virkan þátt í æfingum með nemendum. Það verður því hljómsveit skipuð nemendum sem spilar undir með öllum lögunum.  

Nemendur í  1. - 6. bekk auk nemenda í skólahópi Leikskólans Sólborgar mæta á sal og horfa á atriði hvers annars.

Ef þið náið ekki að horfa á árshátíðina í beinni, getið þið alltaf séð hana með því að smella á linkinn sem verður sendur til ykkar og einnig mun hann verða aðgengilegur á heimasíðu skólans.