Nemendaráð

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Að hausti er kosið í nemendaráð úr hópi nemenda í 8. - 10. bekk. Hlutverk nemendaráðsins er að skipuleggja skemmtanir og annað félagsstarf á vegum skólans í samvinnu við félagsmiðstöðina Skýjaborg. En í Skýjaborg starfar einnig unglingaráð Skýjaborgar.

Nemendaráð eiga einnig að gæta hagsmuna nemenda og hlutverk þeirra er að vera trúnaðarmenn samnemenda sinna. Skólinn gerir þá kröfu til stjórnar nemendaráðs að í því sitji ábyrgir nemendur, sem sýni af sér góða hegðun, stundi námið vel og hafi góða skólasókn.

Í Nemendaráði skólaárið 2025-2026 sitja:  

10. bekkur:

 Bergþór Óli Daðason
 Embla Ósk Óskarsdóttir
 Hafþór Óli Jóhannesson
 Guðný Björg Elínardóttir
 Hafdís Sif Þórarinsdóttir
 Kamilla Björk Þorgeirsdóttir

 

9. bekkur:

 Jovita Júlía Damiansdóttir
 Ríkey Guðrún Vigfúsdóttir
 Þóra Karen Aradóttir

 

8. bekkur:

Eva María Helgadóttir
Sigurrós Soffía Hafsteinsdóttir