Vorferð í Húsdýragarðinn og Sólbrekkuskóg.

Í síðastliðinni viku fóru nemendur í 3. bekk í vorferð í Húsdýragarðinn og Sólbrekkuskóg.
Húsdýragarðurinn var opinn fyrir skólahópa en því miður var  Fjölskyldugarðurinn lokaður. Nemendur fengu að skoða flest dýrin og gáfu m.a. hænunum að borða. Þeim fannst þó flestum mest spennandi að sjá slönguna. Eftir húsdýragarðinn fóru við í Sólbrekkuskóg og fórum í nokkra leiki ásamt því að grilla pylsur. Þetta var yndislegur dagur og við vorum heppin með veður.