Vorferð hjá 7. bekk

Miðvikudaginn 27. maí fór 7. bekkur í vorferðalag á Stokkseyri. Nemendur byrjuðu á því að heimsækja Draugasetrið og eftir það  fengu þeir pizzuhlaðborð í Skálanum. Þá var ferðinni haldið áfram á Selfoss þar sem krakkarnir kældu sig niður í sundlauginni og settu nýtt hraðamet í rennibrautinni. Að lokum var stoppað í Egilshöll þar sem fram fóru miklir leikar í bubblubolta. Dagurinn gekk vonum framar enda frábær nemendahópur.