Vorferð hjá 4.bekk

Á mánudaginn fór 4. bekkur í vorferð innanbæjar, nemendur gengu niður í Vörðu þar sem þeir fóru í leiki, óðu í gosbrunninum og grilluðu pylsur. Veðrið var mjög gott nema rétt í lokinn fengum við hellidembu sem var bara skemmtilegt. Dagurinn var frábær í alla staði og skemmtu nemendur sér konunglega.