Vorferð 3. bekkjar

Nemendur í 3. bekk fóru í vorferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í vikunni. Veðrið var gott sem gerði daginn mun skemmtilegri. Nemendur skemmtu sér vel í Húsdýragarðinum þar sem dýrin voru skoðuð. Í fjölskyldugarðinum undu nemendur sér vel við leik í leiktækjunum og enduðum þeir daginn pyslupartýi. Á heimleiðinni var mikið sungið í rútunni. Nemendur voru alsælir með ferðina og fannst þeim ekki leiðinlegt að sjá upphafið af eldgosin úr rútinni á leiðinni heim. Þeim fannst eldgosið það vera eins og skógur af appelsínugulum trjám.

Vorferð  Vorferð  Vorferð  Vorferð Vorferð  Vorferð

Smellið hér til að sjá fleiri myndir úr ferðinni.