Vorferð 2. bekkjar

Mánudaginn 31. maí var vorferð hjá okkur í 2. bekk. Við skelltum okkur í sund og kepptumst við að ná sem flestum ferðum í rennibrautinni. Næst fórum við í Skýjaborg og fengum okkur grillaðar pylsur og fórum í spil og leiki. Við enduðum daginn okkar á ís og allir bæði nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega.