Vorferð 10. bekkjar að Úlfljótsvatni

Tíundi bekkur fór í sína árlegu vorferð að Úlfljótsvatni þann 25. - 27. maí sl.. Nemendur lögðu undir sig staðinn með góðri framkomu, sinni einstöku samheldni og gleði og skemmtu sér konunglega. Það var farið er í alls konar leiki og hópefli. Klifur, bogfimi, vatnasafarí, siglt á nokkrum tegundum af bátum út á Úlfljótsvatni, ferðin endað á því að nemendur fóru í flúða siglingu frá Drumoddsstöðum niður Hvítá sem er mikið ævintýri og var toppurinn á ferðinni. Nemendur voru mjög þakklátir fyrir að komast í vorferðina í ár þar sem að á tímabili var ekki útlit fyrir að farið yrði í vorferð þetta árið vegna Covid-19. Allir lögðust á eitt að gera ferð 10. bekkinga að veruleika nemendur, kennarar, foreldrar og stjórnendur, farið var í fjáraflanir og skipulag á mettíma sem tókst með eindæmum vel. Nemendur 10. bekkjar vilja þakka þeim sem styrktu þá fyrir ferðina kærlega fyrir stuðninginn. Með kveðju árgangur 2004 Sandgerðisskóla.