Vordagur og skólaslit

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.
Þriðjudagurinn 2.júní verður tvískiptur hjá nemendum.
Vordagur fyrir hádegi eða frá kl.08:15 - 12:00 og svo skólaslit beint í framhaldi í kennslustofum kl. 12:00. Þar taka nemendur við vitnisburði sínum fyrir veturinn. 

Vegna aðstæðna í samfélaginu verða ekki formleg skólaslit á sal skólans og foreldar ekki viðstaddir skólaslit að þessu sinni.

Seinasti dagurinn á Skólaseli er föstudagurinn 29.maí.

Útskrift 10.bekkjar verður kl. 14:00 á sal skólans og eru foreldrar 10. bekkjar hvattir til að mæta, en huga að gildandi reglum almannavarnanefndar er varðar samkomur.

Bestu kveðjur,
skólastjórnendur.