Vísindaveisla 14.maí - fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna

Vorið er komið og það þýðir Háskólalest Háskóla Íslands rúllar af stað um landið og verður stödd í Grindavík dagana 12.-14.maí með fjölbreytta dagskrá í boði. Haldnar verða kennarasmiðjur og námskeið fyrir grunnskólanemendur, en dagskránni lýkur svo með sannkallaðri vísindaveislu fyrir allt samfélagið.

Vísindaveisla Háskólalestar HÍ verður haldin í Kviku, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur, laugardaginn 14.maí kl.12-16.
Þar býðst fjölskyldumeðlimum á öllum aldri að kynnast undrum vísindanna með gangvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki, tól og smiðjur.

Verið hjartanlega velkomin – enginn aðganseyrir!