Vináttuþjálfun í 5. bekk

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 5. bekk nýtt góða veðrið í útileiki sem tengjast Verkfærakistunni, en umsjónarkennarar Sandgerðisskóla eru búnir að sitja námskeið þetta skólaárið hjá Vöndu Sigurgeirsdóttur í vináttuþjálfun. Ásamt því hefur verið unnið markvisst með hópefli og fjörefli og þá hefur einnig gefist tími til að kenna nemendum ýmis spil sem þjálfa þá í samskiptum og samvinnu.

Eins og myndir sýna þá má segja að gleðin hafi verið við völd hjá okkur í 5. bekk í þessari vinnu.