Vinabekkir

Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur
Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur

Nemendur í 7. bekk hafa lokið við kafla í náttúrufræði þar sem þeir lærðu um hryggdýr og hryggleysingja. Lokaverkefni kaflans var að búa til eigin dýrabók um valið dýr. Þar þurftu þeir að afla upplýsinga, skrifa texta og hanna bók með það í huga að hún yrði lesin fyrir vinabekkinn þeirra .

Lesturinn tókst frábærlega og voru nemendur í 2. bekk mjög áhugasamir að hlusta á eldri nemendurna lesa og segja frá dýrunum sínum. Eftir lesturinn gáfu 7. bekkingarnir vinabekknum eitt sett af bókunum til þess að þeir geti haldið áfram að fræðast um öll dýrin.

Bækurnar verða einnig til sýnis og lesturs á bókasafni skólans og eru allir hvattir til að kíkja á þetta metnaðarfulla og skemmtilega verkefni. Smellið hér til að sjá fleirir myndir.

Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur

Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur Vinabekkirnir 2. og 7. bekkur