Vettvangsferð í veðurblíðunni

Nemendur í 6. bekk nutu veðurblíðunnar í dag og skelltu sér í vettvangsferð í fjöruna. Nemendur skemmtu sér við að vaða, tína steina og  skoða smádýr með því að mynda þau með stækkunarlinsu. Í lok dags borðuðu nemendur hádegismatinn sinn undir berum himni.