Vettvangsferð í fjöruna

Nemendur í 2. bekk nýttu góðviðrið á dögunum og skelltu sér í vettvangsferð í fjöruna. Meðferðis voru fötur og skóflur og nutu nemendur sín vel við sjóinn við að tína skeljar og kuðunga, spila fótbolta, grafa risa holur í sandinn og tína rusl.