Verkval í heimilisfræði

Verkval í heimilisfræði á miðstigi fer vel af stað þetta skólaárið og er kennt tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þriðjudagshópurinn útbýr matreiðslumyndbönd í bakstri eða eldun allt eftir áhugasviði hvers nemenda og samþykki kennarans en þeir fá að vera með í vali á hugmyndum af uppskriftum. Og fimmtudagshópurinn fylgir eftir uppskriftum frá kennara og bakar ýmsilegt hollt og gott. Nemendur eru einnig að læra að nota önnur hráefni í stað hvítan sykurs í bakstri t.d. ávexti.

Hér meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir frá tímum vikunnar. Virkilega ánægðir og duglegir nemendur að verki.