Valdís Hildur Fransdóttir ráðin aðstoðarskólastjóri við Sandgerðisskóla

Valdís Hildur Fransdóttir hefur verið ráðin nýr aðstoðarskólastjóri við Sandgerðisskóla.

Starf aðstoðarskólastjóra var auglýst laust í maí og sóttu fimm um starfið og var Valdís Hildur metin hæfasti umsækjandinn.

Valdís Hildur hefur gengt ýmsum störfum við Sandgerðisskóla frá árinu 2007, hún hefur unnið sem umsjónakennari, verkefnastjóri Miklagarðs og var í stöðu deildarstjóra stoðþjónustu í afleysingu skólaárið 2021-2022.

Valdís Hildur er með B.ed gráður frá HÍ í kennslu- og menntunarfræði í samfélagsfræðigreinum og M.T. gráðu frá HÍ deild faggreinakennslu – kennsla samgélagsgreina.

Við óskum Valdísi Hildi velfarnaðar í nýju starfi.