Unglingar að kryfja

Nemendur í 8. – 10. bekk duttu í lukkupottinn í vikunni. Hver árgangur fékk að kryfja innyfli úr svíni og handleika líffærin ásamt að skoða gaumgæfilega. Til skoðunar voru tunga, lunga, lifur, nýru og hjarta. Ástæða fyrir þessu verkefni er til þess að nemendur átti sig betur á því hvernig líffæri þeir hafa sjálfir, líffæri úr svínum eru lík líffæri manna. Mikill lærdómur átti sér stað og einum nemanda úr 10. bekk tókst að blása upp lunga með röri. Þessi reynsla var bæði fróðleg og skemmtileg fyrir nemendur og kennarann.

Smellið hér til að sjá smá upptöku úr kennslustundinni.