Umhverfismennt

Tommapokarnir okkar góðu koma sér sannarlega vel. Í dag fóru nokkrir nemendur í 2. bekk út með poka í frímínútum og tíndu rusl af skólalóðinni. Það er gott að vera í snyrtilegu umhverfi og hreinni náttúru, flott framtak hjá ykkur Guðjón, Rósa og Andrea.