Umhverfisdagur í Sandgerðisskóla

Nemendur á miðstigi hreinsuðu upp strandlengjuna við Sandgerði í samstarfi við Tomma Knúts hjá Bláa hernum. Sandgerðisskóli þakkar Tomma kærlega fyrir frumkvæðið og aðstoðina við hreinsunina, en Tommi sá einnig um að skaffa öllum nemendum poka til hreinunarinnar.

Nemendur á yngsta stigi sáu um að hreinsa skólalóðina og svæðið við íþróttamiðstöðina.

Nemendur 10. bekkjar hreinsuðu frá Rockville og að Sandgerði og líka Garðveginn. Sú hreinsun er árlegt samstarfsverkefni í fjáröflun fyrir Suðurnesjabæ og aðstoðar Halli hjá áhaldahúsinu við að skipuleggja þá hreinsun og þökkum við þeim hjá áhaldahúsinu kærlega fyrir.