Tombóla – tombóla!

2. bekkur - árgangur 2013
2. bekkur - árgangur 2013

Hver á dót á tombólu? Krakkarnir í öðrum bekk héldu tombólu í dag þar sem nemendur og starfsmenn komu með dót að heiman sem var ekki lengur í notkun. Verkefnið tengist bók vikunnar sem heitir Stórhættulega stafrófið og fjallar um Fjólu sem gengur í hús og safnar dóti á tombólu. Tombólan fór þannig fram að nemendur drógu miða þar sem leyndist annað og “nýtt” dót sem þau fengu síðan að taka með sér heim.  Verkefnið fólst í því að virkja þakklæti, virðingu, stærðfræðikunnáttu og hvernig hlutir geta öðlast nýtt líf hjá nýjum eigendum.

Sjá skemmtilegar myndir sem fylgja fréttinni.