Tilraunasnillingar

Nemendur í tilraunavali voru ansi duglegir að útbúa ýmiskonar blöndur úr efnum sem vilja ekki vinna saman. Sem dæmi var olía, vatn og matarlitur mikið notað ásamt öðrum efnum. Það var áhugavert að sjá hvað nemendur höfðu mikin áhuga og ákveðið var að geyma nokkur tilraunaverkefni sem verður til skoðunar eftir viku. Skemmtilegt er að segja frá því að stofan okkar var pappírslaus og tók einn nemandinn í tilraunavalinu það mikilvæga verkefni að sér að koma rúllunni fyrir. Það var ágætis tilraun út af fyrir sig. Núna kunna flestir að setja pappírsrúllu í kassann ásamt að gera grein fyrir virkni efna.