Tilraun með egg

Nemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með bókina „Hænur eru hermikrákur“. Við höfum unnið ýmis skemmtileg verkefni út frá bókinni og má þar nefna tilraun með egg í náttúrufræðitíma sem kennaraneminn okkar skipulagði. Tilraunin var hvað fjögur hálf egg geta borið margar bækur og hvað fjögur heil egg geta borið margar bækur. Það byrjuðu að koma brestir þegar tíu bækur voru komnar á hálfu eggin en það voru komnar 108 bækur á heilu eggin þegar við þurftu að hætta því við komumst ekki hærra og engir brestir komnir í eggin. Þetta sýndi okkur hvað egg geta verið sterk og kom það mörgum á óvart.

Tilraun með egg Tilraun með egg

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá tilrauninni.