Tilkynning frá Skólamat

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Skólamatur ætlar að færa sig nær fyrri matseðli og bjóða upp á heita máltíð sem framleidd er af þeirra fagfólki.

Á morgun miðvikudag verður plokkfiskur, á fimmtudaginn lasanja og brauðbolla og á föstudaginn verður grjónagrautur.

Það er von þeirra að nemendur og starfsfólk sem borði matinn verði ánægð með þessa breytingu.

Matnum verður skammtað í mötuneytinu og dreift með sama formi og áður. Maturinn fer í einnota umhverfisvæn box og einnota hnífapör með.

Matseðil má finna á heimasíðu Skólamatar