Tilkynning

Þann 4. maí fellur skólahald í eðlilegar skorður. Þá tekur hefðbundin stundartafla við, það verða sund- og íþróttatímar, verkval og annað val í skóla (FS enn með hömlur) og Skólasel verður með hefðbundinn opnunartíma. Mötuneyti verður sem áður fyrir utan sjoppuna, hún mun ekki opna aftur og því geta nemendur ekki keypt nesti í skólanum. Þá verða einnig felldar verða úr gildi fyrri ákvarðanir um afslætti af þjónustugjöldum, svo sem leikskólagjöld, dagforeldrar. Fyrirkomulag varðandi skólamat í grunnskólum mun færast í fyrra horf, sömuleiðis er varðar gjald fyrir skólamáltíðir.
Kær kveðja,
stjórnendur