Þemaverkefni um tilfinningar

Nemendur í 5. bekk eru búnir að vera að vinna við þemaverkefni um tilfinningar sl. daga. Við horfðum á myndina Inn og út og í framhaldi af því ræddum við um myndina og tilfinningarnar sem komu fram í henni. Einnig ræddum við um hvaða aðrar tilfinningar við höfum og hvað veldur þeim. Afrakstur verkefnisins voru veggspjöld sem eins og sést á myndunum koma glæsilega út.