Sveppa- og gróðurfræðingar

Nemendur í 10. bekk fengu það skemmtilega verkefni að skoða í smásjá laufblöð og arfa ásamt nokkrum tegundum af sveppum. Nemendur sýndu verkefninu mikin áhuga og vildu blanda alls kyns efnum saman við lífræna efniviðinn. Prufað var að setja rauðan matarlit og var sýninni líkt við sár, síðan var hellt brennisteinssýru og þá varð rauði liturinn blár. Þannig ýmislegt var prufað og varð kennarinn svekktur að sjá ekki neitt lífríki í smásjánum áður en byrjað að blanda efnum við. Mjög skemmtilegur tími með frábærum krökkum.