Sumardagurinn fyrsti

Nemendur 1. bekkjar fara hoppandi kát inn í sumarið
Nemendur 1. bekkjar fara hoppandi kát inn í sumarið

Næstkomandi fimmtudag, 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og er hann almennur frídagur. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Starfsfólk Sandgerðisskóla óskar ykkur gleðilegs sumars.

Krakkar út kátir hoppa úr koti og höll,
léttfættu lömbin skoppa um laut og völl.
Smalar í hlíðum hóa sitt hvella lag.
Kveður í lofti lóa svo léttan brag.
 
Vetrarins fjötur fellur, þá fagnar geð.
Skólahurð aftur skellur og skruddan með.
Sóleyjar vaxa í varpa og vorsól skín.
Velkomin vertu, Harpa, með vorblóm þín.