Nemendur í 10.bekk kynntu fyrir foreldrum/forráðamönnum stjórnmálaflokkana sem eru í framboði fyrir Alþingiskosningar næstkomandi laugardag. Þetta var hluti af verkefni í samfélagsfræði þar sem nemendur kynntu sér stjórnmál á landsvísu.
Nemendur drógu flokk og unnið var í hópum þar sem eftirfarandi flokkar voru kynntir: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir.
Nemendur stóðu sig virkilega vel og var gaman að sjá hversu margir foreldrar/forráðamenn mættu.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá kynningunni