Starfskynning hjá nemendum í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk héldu starfskynningu í vikunni þar sem þau kynntu það starf sem þeim finnst áhugavert. Kynningarnar voru einstaklega fjölbreyttar og skemmtilegar og með margskonar útfærslum s.s. power point sýning, key note, lesið inná ipadinn, upplestur, viðtöl, iMovie, plaggat og svo lengi mætti telja. Nemendurnir stóðu sig frábærlega og voru margar starfsgreinar kynntar eins og þjarkafræði, innanhúsarkitekt, lögfræði, sjúkraflutningar, slökkviliðsstarf, vélstjóri, atvinnumaður í íþróttum og margt fleira.