Starfsemi Sandgerðisskóla fram að páskafríi:

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn.
„Mat sóttvarnarlæknis og yfirvalda á þessari stundu er að þýðingarmikið sé að leik- og grunnskólar starfi áfram. Þessi ákvörðun byggir á eðli sjúkdómsins og mikilvægi skóla í samfélaginu. Starfsemi skóla verður þó skilyrðum háð og ljóst er að skólahald mun raskast.“

Athugið!
Ef einstaklingar eru að koma frá útlöndum og í vafa um hvort nauðsynlegt sé fyrir viðkomandi að fara í sóttkví er mikilvægt að fá ráðgjöf um slíkt hjá heilsugæslunni eða í vaktsíma 1700 áður en nemandi mætir í skólann.

Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna
kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.
Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur.
Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna
COVID-19 en þekkjast þó.

Starfsemi Sandgerðisskóla verður svo háttað fram að páskafríi:

Nemendur mæta á misjöfnum tíma, verða að koma inn um sinn inngang og fara beint í heimastofur á tilsettum tíma. Ástæða þess að nemendur mæti á sitthvoru tímanum er til þess að minnka líkur á krossmiti milli árganga. Vinsamlega virðið þennan tíma.

  • 1. og 2. bekkur í skóla frá 08:15 - 11:00, borða í stofu og fara svo heim/Skólasel.
  • 3. bekkur í skóla 08:30 - 11:15, borða í stofu og heim.
  • 4. bekkur í skóla 08:45 - 11:30 borða í stofu og fara svo heim.
  • 5. bekkur í skóla frá 09:00 - 12:00 borða í stofu og fara svo heim.
  • 6. bekkur í skóla frá 08:15 - 11:30 borða í stofu og fara svo heim.
  • 7. bekkur í skóla frá 08:30 - 11:45 borða í stofu og fara svo heim.
  • 8. bekkur í skóla frá 12:00 - 14:30 borða í stofu - kennsla.
  • 9. bekkur í skóla frá 12:15 - 14:45 borða í stofu - kennsla.
  • 10. bekkur í skóla frá 12:30- 15:00 borða í stofu og kennsla.

• Skólasel opið frá 11:00 - 14:00, fyrir 1. og 2. bekk. (1. bekkur verður á Skólaseli en 2.
bekkur í Skýjaborg). Ef foreldrar þurfa ekki að nýta sér þjónustu Skólasels meðan samkomubann gildir biðjum við ykkur að hafa samband við Heiðu, heida@sandgerdisskoli.is
• Matur frá Skólamat verður sérpakkaður (samlokumáltíðir og ávöxtur) og dreift í stofur.
• Íþrótta- og sundkennsla verði í formi hreyfingar á skólalóð, annarri útikennslu eða inni í hópastofum.
• Allar val- og verkgreinar falla niður.
• Foreldrar/gestir komi ekki inn í skólann, kveðji börn sín við inngang skólans þar sem starfsmenn taka á móti þeim.
• Útivist nemenda verður skipulögð með þeim hætti að takmarkaður fjöldi nemenda er úti á sama svæði á hverjum tíma.
• Starfsmenn fylgi börnum að viðkomandi útgangi skólans við lok skóladags eða ef einhver þarf að fara heim á öðrum tíma.
• Skrifstofa skólans er opin frá 08:00 – 14:00 og aðeins er tekið á móti símtölum og tölvupóstum.

Á þessum tímum skiljum við vel ef foreldrar vilja hafa börn sín heima og biðjum við ykkur þá að hafa samband við umsjónarkennara og ritara og fá námsáætlun.

Gangi okkur öllum vel á þessum óvissutímum.

Með kærum kveðjum,
Hólmfríður, Bylgja, Fríða og Margrét