Starfsgreinakynning

Starfsgreinakynning
Starfsgreinakynning

Undanfarin ár hefur verið haldin starfakynning fyrir nemendur á Suðurnesjum en í fyrra og í ár hefur hún ekki verið í boði vegna Covid-19, ekki forsvaranlegt að safna saman stórum hópi ungmenna.

Í ár unnu nemendur 10. bekkjar Sandgerðisskóla því að því samstarfsverkefni samfélagsfræðikennara og námsráðgjafa að búa til „Litlu starfakynninguna“, byrjuðu á að skrá niður störf sem þau vildu kynna sér, síðan fengu þau fjölskyldur og vini til þess að koma og kynna störf sín.

Nemendur bjuggu til veggspjöld fyrir störfin sem kynnt voru og jafnframt útbjuggu nemendur glærukynningu með þau störf sem þau vildu einnig kynna sér en gátu ekki fengið fólk til að kynna. Glærusýningin var svo látin rúlla á skjá í salnum. Þetta verkefni nemenda er svo hluti af námsmati Samfélagsgreina.

Kynningin fór fram fimmtudaginn 28. október í sal skólans á milli klukkan 9 og 11 þar sem nemendur í 7. til 10. bekk fengu starfakynninguna