Stafaleit

Nemendur í 1. bekk voru að vinna með stafina Ei – ei og Ey – ey þessa vikuna og var eitt af verkefnunum að finna stafina í gömlum dagblöðum. Notast var við yfirstrikunarpenna og stækkunargler sem vakti mikla lukku, eins og sjá má á myndunum. Nemendur stóðu sig ótrúlega vel og höfðu allir gaman af þessu verkefni.