Stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fimmtudaginn 27. febrúar. Þátttakendur voru 112 úr níu grunnskólum á Suðurnesjum. Níu nemendur tóku þátt fyrir hönd Sandgerðisskóla.

Logi Halldórsson nemandi í Sandgerðisskóla var á meðal þeirra 10 efstu úr 10. bekk á Suðurnesjum og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.