Snúðar og kakó á kaffistofu starfsmanna

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur 10. bekkjar komi í heimsókn á kaffistofu starfsmanna í lok skólagöngunnar. Eins og sjá má mæltist það vel fyrir og nemendur voru alsælir með boðið en þeir fengu snúða og kakó til að gæða sér á.