Smitrakningu í Sandgerðisskóla lokið

Nú hefur Smitrakningateymi sóttvarnarlæknis og almannavarna lokið við smitrakningu  í Sandgerðisskóla 

Í tölvupósti sem sendur var á alla foreldra og forráðamenn rétt í þessu kemur fram að vegna smita covid – 19 eru nokkrir nemendur Sandgerðisskóla  í einangrun, sóttkví og í smitgát. Foreldrar og forráðamenn þeirra nemenda hafa verið upplýstir um stöðuna. 

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að vera áfram  vakandi fyrir einkennum covid - 19 og fara með börnin sín í sýnatöku ef þurfa þykir og tilkynna strax um smit á grunnskoli@sandgerdisskoli.is.  

Allar upplýsingar um smitgát, sóttkví, einangrun og aðrar upplýsingar varðandi  covid-19 er að finna hér: www.covid.is 

Áætlað er að skólinn opni aftur á mánudaginn með hefðbundnu skólastarfi en í ljósi aðstæðna og fjölda smita í samfélaginu munu stjórnendur skólans þó fylgjast áfram með þróun mála um helgina og upplýsa um ef einhverjar breytingar verða.