Skólasókn

Samkvæmt 3. og 19. gr. grunnskólalaga er skólaskylda á Íslandi. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á námsástundun og skólasókn barna sinna.

Ástundun
Ástundun nemenda er skráð í skráningakerfi skólans á Mentor.is. Þar er hægt að fylgjast með þeim upplýsingum sem skólinn skráir í tengslum við skólagöngu barnsins.

Veikindi
Ef nemandi er veikur skal láta skólann vita strax að morgni (fyrir 8:30) í síma 425-3100 eða á netfang skólaritara, smellið hér,einnig er hægt að skrá veikindi fyrir heilan dag á Mentor. Ef nemandi er veikur í fleiri en einn dag skal tilkynna viðkomandi veikan á hverjum degi. Heimilt er að leyfa nemanda að vera inni í frímínútum eftir löng veikindi.

Leyfi
Ef nemandi þarf að fá leyfi frá skóla skal tilkynna það skólaritara. Ef leyfið varir í meira en tvo daga þarf að fylla út eftirfarandi beiðni, smellið hér. Foreldrar bera ábyrgð á því að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á leyfinu stendur.

Í Sandgerðisskóla eru mætingarreglur eftirfarandi:

Leyfi  Fjarvistir

Smellið hér til að lesa skólareglur Sandgerðisskóla