Skólasel

Skólasel er í boði fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Sandgerðisskóla. Þar er margt fjölbreytt og skemmtilegt í boði fyrir nemendur. Á völdum dögum á skólaseli er val þar sem nemendur geta valið sér fjölbreytta afþreyingu yfir daginn. Þá er í boði að velja að fara í íþróttahúsið, heimilisfræði-, myndmennt-, textíl- og tölvustofu.