Skólarokk

Skólarokk Sandgerðisskóla var haldið hátíðlegt þessa vikuna. Nemendur spreyttu sig á ýmsum þrautum eins og spurningum, sköpun, íþróttum, sundi, dansi , fatahönnun, hárgreiðslu og samvinnu.   

Í Skólarokki er nemendum skipt í lið eftir litum og þvert á árganga, þar sem 1. – 5. bekkur keppa saman og 6. – 10. bekkur.

Í ár voru Skólarokksmeistarar yngri bláa liðið og í öðru sæti voru appelsínugulir og í því þriðja svartir. Skólameistarar eldri voru svarta liðið og í öðru sæti voru fjólubláir og í því þriðja rauðir.

Skemmtilegar myndir af afrakstri nemenda fylgja fréttinni.

Skólarokk / Hárgreiðslukeppni

Skólarokk

Skólarokk / Fatahönnun

Skólarokk

Skólarokk

Skólarokk