Nemendaráðið selur skólapeysur

Nemendaráðið ætlar að vera með skólapeysur til sölu núna fyrir jólin. Peysurnar eru með nýju sniði þetta skólaárið. Boðið verður upp á að koma í skólann, máta og panta peysur þriðjudaginn 11. nóvember og miðvikudaginn 12. nóvember frá kl. 14:30 - 16:00.

Peysurnar eru af gerðinni TH Pheonix, svartar með hvítri áletrun eins og sést á meðfylgjandi myndum og bleik með svartri áletrun. Öllum nemendum skólans, frá 1. til 10. bekk, býðst að kaupa peysu og kostar hún kr. 6.500 ef keypt er ein peysa, kr. 12.000 fyrir tvær peysur og kr. 17.000 fyrir þrjár peysur.

Nemendaráð er ekki með posa og því þarf að greiða fyrir peysurnar með peningum eða með því að millifæra á reikning 0147-15-210102 kt. 671088-5229. Setja þarf nafn nemenda í skýringu og senda staðfestingarpóst á ornaevar@sandgerdisskoli.is.

Það er einnig er hægt að panta peysu með því að senda tölvupóst á ornaevar@sandgerdisskoli.is með upplýsingum um stærð, nafn barns, bekk og hvaða nafn á að prentast á peysuna. Í sama netfangi er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.

Athygli er vakin á því að það verður að greiða fyrir peysurnar í síðasta lagi föstudaginn 14. nóvember. Eftir þá dagsetningu verður ekki hægt að panta eða greiða fyrir peysur. Stefnt er að því að peysurnar verði afhentar fyrir jólafrí.