Skólaferðalag 7. bekkjar

Nemendur 7. bekkjar fóru sl. viku í skólaferðalag, þeir fóru í Rush trampólíngarðinn, heimsóttu Hvalasafnið og þriggja daga ferð að Úlfljótsvatni.

Á Úlfljótsvatni fóru nemendur m.a. í göngur, klifur, bogfimi, leiki og þrautir. Aðstæður á svæðinu voru frábærar, vorveður í lofti.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skemmtu nemendur og kennarar sér mjög vel.

Nemendur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu þá til ferðarinnar.