Skólablaðið Sandkorn komið á netið

Ár hvert gefa nemendur Sandgerðisskóla út skólablaðið Sandkorn, fyrsta blaðið var gefið út árið 1970. Nú höfum við skannað öll blöð í eigu skólans inn á heimasíðuna en þau má nálgast með því að smella hér. 
Ennþá vantar okkur nokkra árganga af blöðum í safnið og viljum við því hvetja þá sem eiga blöð frá þeim árum að hafa samband við Sandgerðisskóla. Einnig viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum, sem hafa styrkt útgáfu blaðsins í gegnum árin, kærlega fyrir.