Skemmtileg vettvangsferð hjá 1. bekk

Á þriðjudaginn fóru nemendur í 1. bekk í skemmtilega vettvangsferð í gömlu skógræktina eða týnda skóginn eins og hann er oft kallaður. Krakkarnir nutu veðursins og borðuðu nestið sitt úti. Farið var í leiki og fengu nemendur að njóta sín í frjálsum leik þar sem sumir byggðu hús á meðan aðrir björguðu kanínum í vanda.