Skemmtileg fjöruferð hjá 6. bekk

Nemendur í 6.bekk fóru í skemmtilega fjöruferð mánudaginn 31. ágúst og fundu fullt af flottum hlutum og dýrum. Gaman var að fylgjast með áhuga nemenda en þeir stóðu sig eins og hetjur, voru duglegir að grafa í sandinum og lyfta upp steinum til að finna lífverur. Daginn eftir fóru nemendur í náttúrufræðistofuna og skoðuð hlutina í smásjá. Þá kom dálítið fyndið upp hjá þeim, einn krabbinn hafði engan áhuga á að vera í ílátinu og lét sig vaða á borðið. Sem leiddi til þess að nokkrir nemendur þurftu að veiða nýja vininn okkar þ.e. koma krabbanum á réttan stað.