Sérdeildin Ásgarður hlýtur styrk

Thelma og Sigrún ásamt Magnúsi Sverri Þorsteinssyni forstjóra Blue og Þorsteini Þorsteinssyni framkv…
Thelma og Sigrún ásamt Magnúsi Sverri Þorsteinssyni forstjóra Blue og Þorsteini Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Blue

Sérdeildin Ásgarður, sem er fyrir nemendur með einhverfu og skyldar raskanir var svo lánsamt að fá styrk frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental, þetta er í annað skiptið sem við erum svo heppin. Fyrirtækið og þeir sem styrkja verkefnið eru að gera góða hluti og styrkurinn mun svo sannarlega nýtast vel í starfsemi Ásgarðs.

Við ætlum að nota styrkinn til að  kaupa ljósabúnað fyrir skynörvunarherbergið okkar og fleira sem nýtist nemendum okkar, eykur sjálfstæði þeirra og vellíðan. Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri Ásgarðs og Thelma Rúnarsdóttir, sérkennari í Ásgarði tóku á móti styrknum en Thelma vinnur að því að móta útlit skynörvunarherbergisins, með velferð nemenda í huga.

Við í Sandgerðisskóla þökkum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf, hún mun koma að góðum notum.💙

Myndin er fengin að láni frá VF.